Það er búið að vera svooooo gaman hjá okkur

Við gömlu félagarnir í Gildrunni undirbúum nú af krafti tónleika okkar sem haldnir verða í Hlégarði þann 1. maí.Eins og ég hef skrifað um hér áður eru þeir haldnir í tilefni af 30 ára samstarfsafmæli okkar.

Æfingar ganga vel og er óhætt að segja að góð og einstök stemning sé í okkur gömlu rokkurunum. Mikið óskaplega er gaman að hitta gömlu félagana og vinina og rifja upp gamla tíma og æfa öll gömlu lögin sem eiga svo stórt pláss í lífi manns.

Það verður gaman að sjá ykkur í Hlégarði 1. maí. 

Hér læt ég eitt gamalt og gott fylgja með þessari færslu minni.


Bloggfærslur 27. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband