Gildran 1. maí 2010 í Mosó

Gildran 1. maí 2010 í Mosó

 

Nú er ljóst hvenær við gömlu félagarnir í Gildrunni ætlum að koma saman að nýju og fagna 30 ára samstarfsafmæli.

Laugardagurinn 1. maí 2010 í Hlégarði er málið.

Við hófum okkar samstarf árið 1979 og okkar fyrsta æfingapláss var gamli skúrinn við Hlégarð, þar sem mörg félagasamtök áttu m.a. sitt afdrep. Eins og margir vita, þá stóð það til hjá okkur að gera þetta á nýliðnu ári, enda þá með réttu 30 ár liðin frá okkar upphafi en nokkur óvænt atvik komu í veg fyrir það.

Nú eru allir klárir í bátana og við lofum ykkur öllum, þeim mögnuðustu rokktónleikum sem völ er á.

Sjáumst hress í gamla Hlégarðinum okkar 1. maí 2010.

Ég læt hér fylgja með lag og texta af okkar fyrstu hljómplötu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum öllum, Vorbrag.

Textinn er eftir Þóri Kristinsson.

 

Vorbragur

Vaknar allt á vorin
Vermir sólin landið
Grænu laufin borin
Brotið verður bandið

Blíður syngur blærinn
Brosir gulli sólin
Vaknar aftur bærinn
Börnin vantar í bólin

Opin Laugarvegur
Iðar Austurstræti
Digur andann dregur
Dúfa í heiðursæti

Fuglum iðar tjörnin
Fegra loftið sönginn
Brauði kasta börnin
Dapur er nú enginn

Situr bakvið sundin
Esjan undur fríða
Léttist aftur lundin
Dýrðar dagar líða.

 

 

 


Bloggfærslur 9. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband