Til hamingju stóri brósi

Bróðir minn, Björgvin Tómasson, var útnefndur iðnaðarmaður ársins 2009 en hann er orgelsmiður og með verkstæði sitt á Stokkseyri.

Um árabil var verkstæði hans í fjósinu á Blikastöðum hér í Mosfellsbæ. Þar var ég um tíma starfsmaður hjá honum og var fróðlegt að kynnast því hvernig risastór hljóðfæri eins og pípuorgel verða til. Pípuorgel geta jafnvel stundum verið nokkur ár í smíðum enda mikið nákvæmnisverk á allan hátt að hanna, smíða og setja slík hljóðfæri saman. 

Hljóðfæri Björgvins eru nú komin eitthvað á þriðja tugin og hljóma í kirkjum víða um landið.

Digraneskirkju orgelið

Eitt af hljóðfærum Björgvins er í Digraneskirkju í Kópavogi

 

 


mbl.is Stóðu sig vel á sveinsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband