Prófkjörsslagur

Hér á myndbandinu fyrir neðan má sjá tvo miðaldra karlmenn kljást. Sennilega hafa þeir báðir verið ósáttir við niðurstöðuna.

Það verður að segjast eins og er að prófkjörin þessa dagana, virðast mörg hver, vera að enda með ósköpum.

Mannskapurinn fer fram á ákveðin sæti og allt gengur eins og í sögu dagana fyrir prófkjör. Frambjóðendur mæta skælbrosandi sem aldrei fyrr á alla viðburði og standa þétt við hlið hvors annars. Greinum rignir inn í blöðin um eigið ágæti og enda oftast á því að baráttan hafi verið málefnaleg, heiðarleg og skemmtileg.

Prófkjörsdagur rennur upp og niðurstaðan liggur fyrir. Sætið sem sóst var eftir og bjartsýni var að fá er allt í einu orðið eitthvað allt annað. Vonbrygðin leyna sér ekki og fyrr en varir er hin málefnanlega og skemmtilega barátta félaganna orðin að einhverju allt öðru. Hver höndin upp á móti annari, kosningasvik, smölun, persónuárásir. Allt tómt svindl. Ef sætið sem sóst var eftir fæst ekki er jafnvel gengið úr flokknum með stæl. Ef þessi fær sætið mitt, verð ég ekki á þessum lista og svona má lengi halda áfram.

Endirinn verður jafnvel sá að það þarf að raða öllu upp á nýtt og þá kemur sér vel að vera í klíkunni.

Já, prófkjörin geta verið góð og lýðræðisleg eða hvað?

 


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband