Fiðringur

Fiðringur var eitt af þeim lögum sem við sömdum og kom út sem bónuslag á safnplötu okkar Gildran í 10 ár. 

Fiðringur er eitt af mínum uppáhaldslögum með Gildrunni, lagið er eftir Bigga og texti K. Tomm.

Það er  í senn einföld en mögnuð mellódía eins og Bigga er lagið.

Sigurgeir fer á kostum á gítarnum að vanda og bassaleikur Þórhalls er lævís og skuggalega magnaður.

Sjáumst 1. maí á Gildrutónleikum í Mosó.

 


Ég er að koma

Ég er að koma, var eitt af nýju lögunum sem fylgdi með á tvöfalda safndiski okkar, Gildran í 10 ár. Lagið sömdum við félagarnir saman og textinn er eftir mig og Þórhall. Þetta er sannkallaður karlrembuóður eins og þeir gerast bestir.

Þetta tvöfalda albúm hljómsveitarinnar seldist fljótt upp og er ófáanlegt í dag.

 

 


Bloggfærslur 19. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband