Værð

Lagið Værð á sinn stað hjá okkur félögum, einlægt og fallegt. Lagið kom út á okkar annarri hljómplötu, Hugarfóstri.

Værð, var eitt af fyrstu lögunum sem Biggi samdi og við hljóðrituðum það nokkrum árum síðar.

Ógleymanlegt er þegar Þórir kom með sinn fallega texta við lagið til okkar í Rjóður, þar sem við æfðum öllum stundum. Texti Þóris féll svo vel að laginu á allan hátt, að aldrei var spurning um annað en að gefa lagið út og hafa það á Hugarfóstrinu.

Lagið höfum við m.a. spilað margsinnis, bæði við brúðkaup og jarðafarir.

Værð

Þú komst með vorið
um vetrarnótt
og vaktir huga minn
í húminu
værðist vindurinn
hann himneskan
heyrði sönginn þinn

Um ástir og eilífan dans

Þú söngst í Rjóðri
um sólarlag
og fluttir sálminn þinn
í kyrrðinni
kvaddi helkuldinn
hann heilagan
kveikti neistann minn

Um ástir og eilífan dans

Þú varst með völdin
um vetrarnótt
og sýndir styrkinn þinn
á heiðinni
heyrðist hljómurinn
hann háfleygan
hreyfði drauminn minn

Um ástir og eilífan dans.


Bloggfærslur 16. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband