lau. 9.1.2010
Rimman um forsetann
Það hefur verið í nógu að snúast hjá atvinnu- og áhugamönnum um forsetaembættið undanfarna daga að skrifa og spekúlera, enda engin furða.
Því er ekki að neita að dramatíkin hefur á köflum verið svakaleg í þeim ummælum öllum og umræðu.
Einn mesti og dyggasti aðdáandi og áhugamaður um forsetaembættið s.l. 14 ár, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, segir á síðu sinni í nýlegri grein:
"Ég reyndist ekki sannspár um það, að Ólafur Ragnar Grímsson myndi staðfesta lögin um Icesave-samningana, þótt ef til vill hefðu eggjunarorð mín og nokkurra annarra áhrif á það, að hann synjaði þeim staðfestingar"
Úr þessum skrifum Hannesar má ekki skilja annað en að hann hafi átt þátt í ákvörðun forsetans.
Ekki er mér kunnugt um hvort Hannes Hólmsteinn hafi lagt Ólafi, klappstýru, Ragnari Grímssyni, orð í munn fyrir viðtalsþættina tvo sem hann fór í á dögunum, öðrum þeirra hjá gjammandi Jeremy Paxman, sem átti sér ekki viðreisnar von gegn Ólafi og hinum á fréttastofu Bloomberg. Við fáum eflaust fréttir af því hjá Hannesi síðar.
Frammistaða forsetans var mögnuð í þessum þáttum tveim og mikið var ég ánægður með klappstýruna eins og margir hafa kosið að kalla hann og þeir hinir sömu klappa nú linnulaust fyrir.
Ég veit ekki hvort ég geti treyst því að Hannes Hólmsteinn eigi þátt í þessu öllu og vil því síður klappa fyrir honum strax, rétt eins og mörgum skrifum sem hafa sullast upp úr pennum lýðræðissinnana í Samfylkingunni undanfarna daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)