Sveitastjórnarráðstefna VG í Mosó

VG 4444Nú hefur verið ákveðið að næsta sveitarstjórnarráðstefna Vinstri grænna verði haldin hér hjá okkur Mosfellingum helgina 12. og 13. febrúar.

Það er okkur Mosfellingum sönn ánægja að Mosfellsbær hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni til þessa ráðstefnuhalds, nú þegar stutt er til næstu bæjar- og sveitarstjórnakosninga en Mosfellsbær var fyrsta sveitarfélagið sem Vinstri græn mynduðu meirihluta undir eigin merki.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá sveitarstjórnarráðstefnunnar verður hægt að nálgast á heimasíðu okkar vgmos.is og á heimasíðu flokksins vg.isinnan tíðar.

Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20 verður haldin félagsfundur Vinstri grænna í Hlégarði. Allir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir. Að sjálfsögðu verða komandi sveitarstjórnarkosningar meðal umræðuefnis.

Óli og Ögmundur

Ögmundur og Óli Gunn formaður VG í Mos

Sérstakur gestur fundarins að þessu sinni verður Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og vafalítið koma að venju þingmenn kjördæmisins, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einnig til með að láta sjá sig og taka til máls.

ktommkatrin 1212

Kalli og Kata á góðri stund. 


Bloggfærslur 28. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband