Rokk og ról í Mosó

Það ríkir mikil stemning í Mosó þessa dagana. Allt stefnir í metaðsókn á þorrblótið og Gildrutónleikarnir verða svakalegir.

Hvort komandi bæjar- og sveitastjórnakosningar eigi þátt í þessum þorrablóts og rokkanda sem nú ríkir í bæjarfélaginu skal ósagt látið. 

Við þekkjum það samt flest, að frambjóðendur láta jafnan sjá sig á slíkum mannamótum, rétt eins og öðrum, á fjögurra ára fresti.

Undirbúningur fyrir endurkomu Gildrunnar og tónleikana í Hlégarði stendur nú sem hæst og allt gengur eins og í sögu.

Ljóst er að öllu verður til tjaldað og tækjabúnaðurinn og stælarnir verða slíkir að annað eins hefur ekki sést í Hlégarði, hvorki fyrr né síðar.

Sjáumst hress á blótinu

þorri2 (2)

Eitt gamalt og gott með Gildrunni


Bloggfærslur 20. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband