Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar

Það er enginn vafi í mínum huga að Ögmundur Jónasson er hugsjónarmaður, sem hvorki fæst keyptur né seldur. Staðfesta Ögmundar í hinni hörðu Icesave rimmu þar sem hann sagði af sér ráðherradómi fyrir sannfæringu sína, sýnir svo að ekki er um villst að eiginhagsmunir vega ekkert fyrir þennan öfluga þingmann okkar íslendinga.

Lúðrasveit 11+ copy 12

Ögmundur tjáir skoðanir sínar umbúðalaust og að vanda, ekki í neinum silkipakkningum með flokksslaufum. Á bloggsíðu sinni lýsir Ögmundur með sterkum áherslum fáránlegri afstöðu sænsku ríkisstjórnarinnar þar sem sænskir ráðamenn virðast líta á íslendinga sem vanskilamenn sem vilji ekki borga skuldir sínar.

Svo virðist sem Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem átti nýlega fund með sænskum ráðamönnum, hafi ekki tekist sem skyldi að kynna málstað Íslands sem Eva Joly hamast við að kynna út um allar koppagrundir nú um stundir.

Ögmundur sakar Svía réttilega um að vera handrukkara breta og hollendinga, enda reyna ríkisstjórnir þessara landa að innheimta frekar vafasama kröfu hjá íslensku þjóðinni með ofbeldi og kúgunum.

Ögmundur 11

Ekki kom það mér sérstaklega á óvart að blogglúðrasveit Samfylkingarinnar þeytti sína lúðra gegn Ögmundi Jónassyni með miklu offorsi og sakaði hann um hroka og ofstopa.

Verður Esb umsóknin keypt hvaða verði sem er hjá Samfylkingunni?


Bloggfærslur 15. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband