Gítarveisla Bjössa Thor

Gítarleikarar

Gítarleikararnir sem fram komu á tónleikunum.

Í lok síðasta árs, stóð gítarleikarinn góðkunni og magnaði, Björn Thoroddsen, í fjórða skipti á jafn mörgum árum fyrir tónleikum þar sem allir fremstu gítarleikarar landsins koma fram. Um þetta fjallaði ég hér á síðu minni á dögunum og birti viðtal, Bjössa Thor, við Sigurgeir Sigmunds, Gildrugítarleikara af þessu tilefni.

Geiri og Hjalti

Sigurgeir í góðri sveiflu með Gildrunni í afmæli mínu. Hjalti Úrsus vel með á nótunum. 

Í gær, kíkti ég í kaffi til Sigurgeirs á skrifstofu Fíh og ræddum við aðallega fyrirhugaða tónleika Gildrunnar í Mosó. Í samtali okkar, stakk ég því reyndar að Geira, hvað mér hafi fundist gaman af viðtali Bjössa Thor við hann á dögunum. Eins og fyrri daginn, ef ég nefni einhvern á nafn, þá er sá hinn sami mættur á svæðið skömmu síðar eins og ég hef skrifað um hér áður. Á því varð engin undantekning í gær, því skömmu eftir að ég nefndi Bjössa á nafn var kappinn mættur, þar sem við Geiri sátum tveir í mestu makindum að spjalla yfir góðum kaffibolla.

Þarna var hann mættur með glóðvolgan diskinn sem hljóðritaður var á gítartónleikunum góðu í Salnum í lok árs, eins og áður sagði og færði okkur Geira sitthvort eintakið. Það er óhætt að mæla með þessum grip, þar sem margir fremstu gítarleikarar landsins fara hreint á kostum.

Bjössi CD 

Diskurinn nýútkomni

Meðal þeirra sem fram koma ásamt Bjössa og Geira eru: Tryggvi Hubner, Þórður Árna, Jón Páll, Gunnar Ringsted, Ólafur Gaukur, Þorsteinn Magnússon, Vilhjálmur Guðjónsson, Hjörtur Steinarsson, Eðvarð Lárusson, Sævar Árnason og Halldór Bragason.

Björn Thoroddsen spilaði margoft á Álafoss föt bezt á sínum tíma og mætti alltaf með einvala lið tónlistarmanna með sér. Þeir voru margir ógleymanlegir og magnaði tónleikarnir sem hann hélt þar.

Bjössi Thor

Til hamingju með diskinn Bjössi og takk fyrir mig.


Bloggfærslur 13. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband