Svartasti bletturinn á blogginu

Fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson skrifar nú grein þar sem hann segist hafa orðið fyrir linnulausum árásum huglausra vesalinga, undanfarna mánuði.

Það er ömurlegt að þessir huglausu vesalingar skuli komast upp með slíkt og að rógburðurinn og níðið skuli að mestu vera látið afskiptalaust svo mánuðum og jafnvel árum skiptir af þeim sem stjórna blogginu.  Þetta er svartasti bletturinn á blogginu.

Undanfarin þrjú ár, hef ég mátt sæta slíkum árásum, eða allt frá því að ég tók við mínu embætti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í fyrstu var opnuð síða undir dulnefninu, Valdi Sturlaugz, á vísis blogginu. Valdi þessi, sem oftast var kallaður Varmársamtaka Valdi, hafði það eitt að markmiði á síðu sinni að níða mína persónu með linnulausum skrifum og allflestar athugasemdir, sem einnig voru undir dulnefnum, voru háð og níð.

Þessi Valdi, var lengst af fyrsti linnkur á heimasíðu svokallaðra Varmársamtaka, sem virðast hafa, það eitt að markmiði að setja út á flest það sem framkvæmt er í Mosfellsbæ.

Það var margsinnis búið að kvarta til vísis bloggs vegna þessarar síðu en það var ekki fyrr en að tæplega tveimur árum liðnum að síðunni var lokað samstundis. Þá var aumingjaleikurinn orðinn slíkur að farið var að veitast að alvarlegum veikindum mínum.

Þá var gripið til þess ráðs að opna aðra síðu, sem var einnig lokað skömmu síðar.

Sú þriðja var svo opnuð fyrir ári síðan á Moggablogginu, hún kallast, smjerjarmur í halelújalandi. Í fyrstu var Varmársamtaka Valdi titlaður með smjerjarmi en var kippt út nokkuð fljótlega. Þessi síða er enn til en hefur verið nokkuð líflaus undanfarna mánuði. Ástæðu þess má vafalítið rekja til þess að yfir henni var einnig kvartað og ábyrgðamenn síðunnar hafa vafalítið fengið viðvörun frá Mogga blogginu.

Það er hreint með ólíkindum að slíkar nafnleysis síður skuli vera látnar viðgangast, þar sem öll skrif eru til þess eins að niðurlægja, oft á tíðum, jafnvel eina manneskju.

Á sama tíma og þetta gekk yfir hjá mér undirrituðum, fékk ég áræðanlegar heimildir fyrir því að nokkrir félagar og stjórnarfólk Varmársamtakanna hafi arkað til ritstjórnar Mogga bloggsins til þess að fá minni persónulegu bloggsíðu lokað. Vitanlega var það fýluferð hjá mannskapnum en í kjölfarið hefur einhverahluta vegna, Varmársamtaka Valda smjerjarmur að mestu verið máttlítill.

Það er óskandi að nú verði gert átak í því að slíkum nafnleysis níðskrifum á blogginu og síðum sé lokað samstundis.

 

P.s kl: 16:16  Af gefnu tilefni vegna umræðunnar hér, vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

Ég sé ekkert athugavert við það að skrifa undir leyninafni eða halda úti slíkri síðu, hafi menn þörf fyrir það. Þetta hef ég marg oft sagt og skrifað.

Það er hinsvegar toppur lágkúrunnar að gera slíkt, til að veitast að fólki og koma á það höggi. Hvað það svo er, sem knýr menn til að taka þátt í umræðu undir leyninafni er annað mál og að sjálfsögðu viðkomandi.

Ég, persónulega, hef engan áhuga á því og fæ ekkert úr því að skiptast á skoðunum við einhverja sem eiga ekkert nafn og hef því ákveðið að hætta því.  

 


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og meira um dýrin


Bloggfærslur 6. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband