Schafer hundar

Hundur 1010Hundadella hefur löngum truflað mig mikið og höfum við fjölskyldan átt tvo yndislega hunda sem gáfu okkur mikið en eru báðir farnir.

Ein er sú hundategund sem mig hefur lengi langað að kynnast og jafnvel eignast og það er Schafer. Í allan dag höfum við haft í heimsókn á heimilinu lítinn schafer strák, sem er reyndar orðinn unglingur en er búinn að ná fullri stærð. Þessi einstaki ljúflingur heitir Jötunn. 

Á aðeins nokkrum klukkustundum hefur hann algerlega brætt hjörtu okkar allra.

Þvílíkur snillingur og karakter er strákurinn. Ég er orðlaus og vissari en nokkru sinni fyrr að þetta eru snillingar.


Bloggfærslur 5. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband