Sjáumst á ný

Biggi Sjáumst á ný

Eins og ég hef skrifað um hér áður lauk vinur minn og félagi, Birgir Haraldsson, nýlega við gerð sinnar fyrstu sóló plötu, sem ber heitið, Sjáumst á ný.

Þessi fallega og persónulega plata Bigga, vinnur sannarlega á með hverri hlustun.

Á þessari plötu sóttist Biggi eftir starfskröftum sinna bestu vina og kunningja. Nú hefur Biggi smalað öllum hópnum saman og stefnir að því að halda nokkra tónleika til að kynna plötuna.

Hugmynd hans er að flytja efni af plötunni nýju, ásamt gömlum lögum sem hann hefur samið í gegnum tíðina á nokkrum tónleikum í lok þessa árs.

Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í því verkefni og mun örugglega verða duglegur að láta ykkur vita kæru bloggvinir og aðrir gestir hér á síðunni minni, hvenær og hvar við spilum. 


Bloggfærslur 19. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband