Ný skoðanakönnun, endilega takið þátt í henni

Undanfarna mánuði hef ég haft hjá mér skoðanakönnum um það, hvert er fallegasta hús Mosfellsbæjar. Gamla Brúarlandshúsið, sem nú hefur að nýju fengið sitt gamla hlutverk að verða skólahús, fékk flest atkvæði.

Brúarland 1010

Á myndinni er gamla Brúarlandshúsið en 39,1% töldu Brúarlandshúsið fallegast og í öðru sæti var Hlégarður með 32,5% atvæða. Þá vitum við það. Þessa dagana er unnið að viðgerðum á húsinu og verið er að setja það í sitt gamla form. Ljóta steníklæðningin er m.a. hreinsuð af og gamla íslenska múrverkið fær uppreisn æru.

Nú kemur hér önnur skoðanakönnun sem vafalítið er tengd því þreyttasta nafni sem um getur hér á landi þessa dagana og hvað haldið þið að það nú sé?

Endilega takið þátt í nýju könnuninni, kæru bloggvinir og aðrir gestir.


Bloggfærslur 13. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband