Íslenski fjárhundurinn

Áhugi minn á hundum, hefur alla tíð verið mikill. Ég hef elskað þessa skepnu allt frá því ég man eftir mér og átt tvo skemmtilega hunda sem ég sakna mikið.

Tryggur

Tryggur

Í vikunni kom einn fallegur og skemmtilegur inn á heimilið, hann er reyndar í eigu Óla míns og Erlu en þau hafa bílskúrinn á heimilinu útaf fyrir sig og þar er nú Tryggur kominn en það er nafnið á kappanum.

Tryggur er fimm ára og viti menn, margverðlaunaður og Íslenskur meistari. Haldið þið að það sé flott.

Hjá deild Íslenska fjárhundsins er eftirfarandi m.a. skrifað um hann.

Svipur íslenska hundsins er oft brosleitur og er öruggt og fjörlegt fas einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn. Íslenski fjárhundurinn er úthaldsgóður smalahundur sem geltir og nýtast þeir eiginleikar við rekstur og smölun búfénaðar úr haga eða af fjalli. Þetta er glaður og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund, forvitinn og óragur við vinnu.

Kynið hentar vel til margra starfa en flestir hundarnir eru þó heimilishundar í dag. Íslenskir hundar hafa verið þjálfaðir til snjóflóðaleitar bæði hér á landi og erlendis og íslenskir fjárhundar hafa einnig verið þjálfaðir sem meðferðarhundar með einhverfum börnum. Þar til viðbótar eru íslenskir fjárhundar að sjálfsögðu enn notaðir við smalamennsku og við leit að týndu fé í fönn. Við smalamennsku nýtist þefskyn hundsins vel og í slæmu skyggni rennur hann á lykt af fé og finnur þó maðurinn sjái það ekki. Þefskyn hundsins nýtist einnig vel til eggjaleitar og íslenskum hundum hefur verið kennt að leita einungis eftir eggjum ákveðinna tegunda fugla. 

Texti: Þorsteinn Thorsteinson vorið 2005


Bloggfærslur 11. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband