Sumarið er tíminn

Já, það eru orð að sönnu hjá Bubba Morthens. Sumarið 2009 hefur verið ánægjulegt hjá mér og mínum og við höfum notið þess vel.

Hápunktur þess hjá okkur hefur verið dvöl í litla sumarhúsinu okkar sem við köllum Leyni og er skammt frá Laugarvatni. Þetta litla hús stendur á landi sem er rétt tæpur hektari af stærð og við eigum ásamt félaga okkar og vini Hilmari Gunnarssyni ritstjóra Mosfellings.

Þarna erum við að búa til sannkallaða paradís á sérstaklega skemmtilegum stað.

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu ferð í Leyni með ömmu Gerði.

 

Leynir 2

Fuglahúsið á lokastigi.

Leynir 1

Birna að fúaverja fuglahúsið.

Leynir 3

Útirakstur undir ylvolgum Álafossi.

Leynir 4

Birna í drullusturtunni vinsælu.

Leynir 5

Birna skolar af sér drulluna undir Álafossi.

Leynir 6

Amma Gerður, Lína, og Birna í Leyni.

Leynir 7

Lína og amma Gerður að spjalla og allur Baby born þvottur Birnu á snúrunum.

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband