Allir í Mosó

Haus

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg.

Daði Þór Einarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að hátíðin verði sú metnaðarfyllsta til þessa. "Mosfellingar nær og fjær hafa lagt sig fram við að gera hátíðina sem best úr garði að þessu sinni og vil ég fullyrða að sjaldan hefur tekist jafn vel upp með dagskráratriði og nú," segir Daði.

Hann bendir á að bæði laugardag og sunnudag verði fjöldi stórra og smærri atriða, jafnt fyrir börn sem fullorðna. "Fjöldi frægra skemmtikrafta og listamanna tekur þátt í ár. Má þar nefna hinar sívinsælu Skoppu og Skrítlu sem verða að Varmá á laugardag kl. 13. Einnig verða hvorki meiri né minni menn en Bubbi og Egó og Paparnir á útitónleikunum og ballinu á laugardaginn. Svo slúttum við hátíðinni með glæsibrag í Íþróttamiðstöðinni á sunnudaginn með Stórsveit Reykjavíkur og snillingunum Ragga Bjarna og Kristjönu Stefáns," segir Daði.

Skoppa og skrítla 10

Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.

Mosfellingar eru hvattir til að mæta í hverfislitunum og má jafnframt benda á að í ár verður breytt um lit á einu hverfi. Vegna fjölda áskorana verður hvíta hverfið BLEIKT í ár, þ.e. Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur. Íbúum er þó frjálst að nota áfram hvítan með í skreytingar.

Fjöldi viðburða verður alla helgina, víðs vegar um bæinn. Á laugardag og sunnudag verður dagskrá í Íþróttamiðstöðinni að Varmá milli klukkan 13 og 17. Þar verða kynningarbásar frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í Mosfellsbæ og jafnframt fjöldi skemmtiatriða sem miðast við yngstu kynslóðina. Til að mynda munu hinar sívinsælu Skoppa og Skrítla mæta á svæðið á laugardag.

takk

Á myndinni má sjá Ólympíumeistara Mosfellings að lokinni verðlaunaafhendingu á Varmárvelli. Mikla athygli vakti öruggur sigur liðsins þrátt fyrir óvænt forföll fyrirliðans, Hjördísar Kvaran Einarsdóttur. Fréttir herma að hún komi tvíelfd til leiks á laugardaginn kemur. 

Á sama tíma verður fjölbreytt dagskrá á Varmárvelli, t.a.m. verður hópflug og karamellukast á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar á laugardag og Ólympíuleikar Mosfellsbæjar. Þar mætast starfsmenn fyrirtækja úr bænum í hinum ýmsu þrautum , með ólympísku ývafi.. Á laugardeginum verður jafnframt tónlistardagskrá í Hlégarði frá klukkan 14.

Flug

Hápunktur bæjarhátíðarinnar verður á laugardagskvöld. Haldin verða götugrill víðs vegar í hverfum bæjarins og að þeim loknum verða útitónleikar fyrir alla fjölskylduna á Miðbæjartorgi. Tónleikarnir hefjast með barnadagskrá kl. 20.30 þar sem Björgvin Franz og dvergurinn Dofri úr Stundinni okkar munu skemmta börnunum í um hálftíma. Því næst taka við ekki minni númer en Paparnir, Bubbi og Egó og einnig mun Mosfellingurinn hæfileikaríki, Hreindís Ylfa og einnig Alan, sem sló í gegn í X-Factor.

Augl Pap

Að tónleikum loknum verður flugeldasýning og við tekur stórdansleikur í Íþróttamiðstöðinni Varmá í umsjón Knattspyrnudeildar Aftureldingar. Dúettinn Hljómur, Bubbi og Egó og Paparnir leika fyrir dansi.

Útimarkaðir verða á tveimur stöðum á laugardaginn klukkan 12 til 16. Annars vegar í Mosskógum í Mosfellsdal og hins vegar Álafosskvos.

Raggi 75

Kristjana Stefáns

Lokaatriði bæjarhátíðarinnar verður í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudag kl. 15. Þá mun Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragga Bjarna og Kristjönu Stefánsdóttir skemmta Mosfellingum. Formlegri dagskrá lýkur kl. 17.


Bloggfærslur 27. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband