Ég er nú sem betur fer yfirleitt mjög stoltur af því að vera Mosfellingur. Í dag var ég stoltari en nokkru sinni. Tilefni þess er setning nýs framhaldsskóla í sveitinni, sem haldin var í dag. Fyrsta framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Fjöldi góðra gesta voru viðstaddir þessa hátíðarstund í kjallaranum í gamla Brúarlandi, verðandi nemendur, þingmenn og ráðherrar, voru þeirra á meðal.
Eins og ég hef áður skrifað hér á síðuna mína, var Brúarland um árabil nafni alheimsins í Mosfellsbæ. Þar voru nánast öll mannamót í sveitinni, sama af hvaða toga þau voru. Þeir eru ófáir Mosfellingarnir sem eiga góðar og skemmtilegar minningar frá veru sinni í þessu fallaga húsi. Ég leifi mér að segja fallegasta húsinu í Mosfellsbæ.
Það er greinilega álit fleiri Mosfellinga en mín, að húsið sé það fegursta í sveitinni ef mark skal tekið á skoðanakönnun sem hefur staðið yfir hjá mér á síðunni minni, undanfarna mánuði.
Brúarlandshúsið áður en hafist var handa við að gera það upp.
Það er vert að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa komið að því að gera þetta hús svo glæsilegt að nýju og með því sína því þá virðingu, sem það sannarlega átti skilið.
Ég held að á engan sé hallað þó ég leifi mér hér að nefna í því sambandi, Davíð B. Sigurðsson. Davíð hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og lagt sig fram um að sjá til þess að haldið væri í það gamla eins og kostur var og með því skapa húsinu áfram sína sérstöðu og hlýleika.
Myndin er tekin þegar skrifað var undir samningin við Menntamálaráðuneytið á sínum tíma. Aftari röð frá vinstri: Bæjarfulltrúarnir, Hafsteinn Pálsson, Hanna Bjartmars, Herdís Sigurjónsdóttir og Marteinn Magnússon. Fremri röð frá vinstri: Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra og Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Einnig langar mig sérstaklega til að nefna þátt Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður virtist strax heilluð af því að Brúarlandshúsið yrði fyrir valinu sem fyrsti framhaldsskóli Mosfellsbæjar. En vert er að geta þess að það voru fleiri hús í sveitinni sem komu til greina. Við áttum oft saman gott spjall og bréfaskriftir, ég og Þorgerður, þegar þetta var allt saman í burðarliðnum. Áhugi Þorgerðar fór ekki framhjá mér og varð mér fljótlega ljóst að hann var einlægur. Kann ég henni miklar þakkir fyrir einstakt samstarf.
Nú er þetta allt saman orðið að veruleika og óska ég öllum Mosfellingum til hamingju og starfsfólki og nemendum velfarnaðar.
Þessi forláta bjalla var gjöf Mosfellsbæjar til skólans. Ég var þess heiðursaðnjótandi að fá að hringja henni í fyrsta skipti. Afi Lárus og pabbi hafa örugglega verið stoltir af stráknum sínum. Á myndinni er bæjarstjórinn, Haraldur Sverrisson, greinilega sáttur og skólameistarinn, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, tók gjöfinni fagnandi.
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar ásamt þingmönnum, ráðherrum og skólameisturunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fim. 20.8.2009
Þrek og tár. Það er allt annað en svik og prettir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)