Lýðræðið í blóma?

Það hefur verið átakanlega sorglegt að verða vitni að öllum þeim hörmungum sem hafa gengið yfir Borgarahreyfinguna. Þeirri "lýðræðisvitund og samstöðu" sem átti að einkenna hana.

Hreyfingu sem taldi sig hafa ráð undir rifi hverju.

Það er ömurlegt hversu margir virðast þrífast í neikvæðu umhverfi og hafa allt á hornum sér.

Er Borgarahreyfingin jafnvel dæmi um það?

Ég vona að þingmenn hreyfingarinnar eigi eftir að standa sig vel.

Við þurfum á góðum starfskröftum að halda á alþingi Íslendinga næstu ár.

 


Þetta er svolítið væmin færsla, ég má samt til á þessum tímum

Við förum stöku sinnum fjölskyldan í göngutúr um fallegu sveitina okkar og nú í vikunni varð kvöldganga um Skammadal fyrir valinu. Skammidalur er afskaplega fallegur og þar hafa fjölmargar fjölskyldur komið sér upp litlum húsum, flestum í tengslum við kartöflugarða sem þar hafa verið í áratugi.

Þegar við vorum þarna á göngunni hittum við gömul hjón við eitt þessara litlu húsa. Vitanlega buðum við þeim kurteisilega góða kvöldið og ætluðum okkur svo að halda göngunni áfram. Gamli maðurinn spurði okkur þá að því hvort við vildum ekki skoða húsið þeirra og garðinn í kring. Við þáðum boðið og okkur var sýndur gróðri vaxinn litli garðurinn við það og að því loknu var okkur boðið í litla húsið.

Húsið þeirra er 12 fermetrar og í því voru tveir beddar, borð á milli með kerti á, gasmiðstöð, gamalt útvarp, prímus með tveim hellum og fjöldi mynda og persónulegra muna á veggjunum.

Gömlu hjónin sögðu okkur að þetta væri þeirra sælureitur og búinn að vera það í rúm 30 ár. Þau geisluðu þegar þau sögðu okkur frá því hvernig þau hefðu í þessa þrjá áratugi komið sér upp þessum sælureit. Hver spýta, hver nagli, hvert tré, hvert blóm, allt átti sína sögu.

 


Bloggfærslur 14. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband