Þekktastur er hann fyrir þetta lag

Ken Hensley ásamt Uriah Heep árið 1972.

Eins og ég skrifaði um í færslu minni hér að neðan verður hann einn af gestum Eiríks Haukssonar á morgun í Austurbæ.

 


Mikill meistari heimsækir okkur um helgina

Ken Hensley, hljómborðsleikari Uriah Heep og lagahöfundur margra þekktust laga þeirrar mögnuðu hljómsveitar er væntanlegur til landsins á morgun. Til landsins kemur hann til að fagna 50 ára afmæli vinar síns og félaga, Eiríks Haukssonar.

Eiríkur hefur undanfarin misseri ferðast með Ken Hensley og hljómsveit til fjölda landa og eins og Eiríkur hefur sagt, hefur það verið honum ómetanleg reynsla og mikil ánægja að fá að taka þátt í því að vera með þessum gamla meistara og flytja með honum öll hans þekktu og góðu lög.

Við félagarnir í Gildrunni vorum svo heppnir að fá að hita upp fyrir Uriah Heep þegar hljómsveitin heimsótti Ísland árið 1988. Það er og verðu alltaf ógleymanleg stund.

 


Bloggfærslur 3. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband