Besta útvarpsstöð í heimi

Eftir margra ára rannsóknir hef ég komist að niðurstöðu. Besta útvarpsstöð í heimi er gamla góða gufan ( Rás 1 )

Gufan

Nei, nei. Ég hef ekki gert nokkrar rannsóknir á þessu, ég einfaldlega er á þessari skoðun og vafalítið eru þetta ellimerki. Það er notalegt að eldast með gufunni. Hlusta á morgunleikfimina, veðurfréttirnar, messuna, Kristján Sigurjónsson í morgunþættinum, jólakveðjurnar, dánarfregnirnar, litlu fluguna, kvöldgestina hjá Jónasi svo eitthvað sé nefnt.

Allt er þáttargerðarfólkið og þulirnir einnig vel máli farið. Það vantar því miður, oft mikið uppá það, hjá öðrum ljósvakamiðlum.

Gamla gufan, stendur upp úr.

 

 


Bloggfærslur 19. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband