mið. 15.7.2009
Afsökunarbeiðni í kjölfar kæru
Eftir fjölda áskoranna, bæði vina og lögfróðra manna um að ég hefði aðeins átt einn leik í stöðunni gagnvart öllum þeim aðdróttunum og ummælum sem um mig hafa verið viðhöfð og ég hef mátt sæta í skrifum hér á blogginu og víðar undanfarin ár vegna lagningu Helgafelssvegar lét ég loks slag standa og kærði.
Nýverið, kærði ég ummæli sem um mig voru viðhöfð í athugasemd á bloggsíðu Gunnlaugs B. Ólafssonar fyrrverandi formanns Varmárasamtakanna og núverandi stjórnarmanns.
Þar var um að ræða ummæli, þar sem gefið var í skyn, eins og svo oft áður að ég hafi þegið mútur til að samþykkja lagningu Helgafellsvegar.
Arnþór Jónsson, höfundur umræddra skrifa á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar, fyrrverandi formanns Varmársamtakanna, hefur verið talsvert áberandi í skrifum á síðu samtakanna og víðar undanfarin ár.
Samkvæmt ósk minni, sendi lögfræðingur minn, Arnþóri Jónssyni bréf þar sem hann setti honum afarkosti.
Biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sínum, ellegar verða dregin fyrir dóm.
Nú hefur Arnþór brugðist við áskorun minni og beðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum og þakka ég honum það.
Þetta var ekki sú leið sem ég kaus að fara, þ.e. að kæra en gerði á endanum og var samkvæmt lögfróðum mönnum sú eina og borðleggjandi fyrir mig.
Þar með vona ég, að þessum aðdróttunum öllum gagnvart mér, hvort sem er á bloggsíðu Varmársamtakanna, bloggdólga eða hvar sem er sé lokið.
Með góðri sumarkveðju. Karl Tómasson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)