Sjáumst á ný

Biggi 1010Birgir, vinur minn, Haraldsson, var rétt í þessu að færa mér sjóðheita sína fyrstu sólóplötu beint úr masteringu. Hljómplötu sem hann og Þórir Kristinsson, textahöfundur Gildrunnar, hafa verið að vinna að undanfarin þrjú ár.

Hljómplatan, sem ber heitið, Sjáumst á ný er sérlega falleg og hugljúf. Hún snertir í manni alla strengi, bæði lög og textar.

Þessi fyrsta sólóplata Bigga er einstaklega persónuleg og einlæg. Biggi hefur óspart leitað til vina og kunningja við gerð hennar og má þar nefna, Sigurdór, bróðir hans sem leikur á bassa, Mána, gítarleikara og Frikka bassaleikara úr 66 ásamt fleiri skildmennum og vinum sem koma að verkefninu. 

Ég hef  einnig verið svo heppinn að fá að taka þátt í þessari plötu þeirra félaga, Bigga og Þóris allt frá byrjun og því fylgst með hugarfóstrinu verða að fullmótuðu verki.

Mikið getið þið kæru vinir, Biggi og Þórir, verið stoltir af þessari plötu. 

Einnig hefur vinur okkar og samstarfsfélagi úr Gildrunni, Sigurgeir Sigmundsson, sannarlega lagt sitt af mörkum við gerð plötunnar. Hann á undurfallegt lag á henni ásamt því að leika á gítara og fleiri hljóðfæri.

Þórir minn. Takk fyrir að koma því á framfæri hér í athugasemd þinni við þessa færslu mína að gleyma ekki Jóa Ásmunds. Hér með er það gert.  

Jói hefur sannarlega lagt sitt af mörkum, það er nú annaðhvort.

Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að starfa svo náið og lengi með jafn stórkostlegum hljóðfæraleikara og tónlistarmanni eins og honum.

Elsku Biggi minn og Þórir. Innilegar hamingjuóskir með frábæra plötu, sem er ykkur sannarlega til sóma.

 


Bloggfærslur 12. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband