fim. 28.5.2009
Ræningjarnir
Hefði ekki verið nær að hefja bankið og djöfulganginn í búsáhöldin þegar það spurðist út að "snillingarnir miklu" fengu greiddar 300 eða 500 milljónir fyrir það eitt að hefja störf eða jafnvel enda í hinum "vel" reknu einka bönkum?
Nei, þá sváfum við öll á verðinum og jafnvel trúðum því að þarna færu miklir snillingar sem væru að koma landinu á spjöld sögunnar. Sannir útrásarvíkingar.
Við þessu varaði Ögmundur Jónasson margsinnis í ræðu og riti.
Nei, þá sváfum við öll á verðinum, ef til vill ræddum við flest þessi háu laun þessara "snillinga" í tíu kaffinu daginn eftir og hneyksluðumst mikið á en svo varð það ekki söguna meir. Margir höfðu einnig trú á því að þessar launakröfur væru eðlilegar. Eins og við 300.000 Íslendingar gætum staðið undir þeim.
Síðan liðu mánuðurnir og allt hrundi og þá var byrjað að banka og djöflast og vissulega var betra seint en aldrei og þökk sé öllu því dugnaðar fólki sem lagði það á sig. Nú hefur þjóðin vaknað af þessum gengdarlausa velferðardraumi sem hefur sett okkur öll á hausinn.
Verra er að ræningjarnir sem stálu af okkur öllu hafa einnig skuldsett börnin okkar ef allt stefnir í sem horfir, sem voru með bleyju á meðan ránið stóð yfir.
Málið er, að þeir plötuðu okkur en ekki börnin okkar og óskandi er að þau þurfi ekki að gjalda græðginnar og spillingarinnar sem þeir viðhöfðu.
Við þurfum að sjá til þess að svo verði ekki.
Ræningjar á ferð Látum skríða skarar, Einar Sigfússon |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)