Frábær umgjörð hjá Aftureldingu

Í kvöld var fyrsti heimaleikur Aftureldingar í meistaraflokki karla á þessu keppnistímabili að Varmá. Afturelding mætti öflugum Haukum sem verma efsta sætið í fyrstu deild.

Leikurinn var bráð skemmtilegur og endaði með sanngjörnu jafntefli 1-1.

Það sem upp úr stendur hjá mér eftir þennan fyrsta heimaleik er sú einstaklega skemmtilega umgjörð í kringum kappleikinn. Hún er ómetanleg sú vinna hjá öllu því góða fólki sem leggur svo hart að sér að gera veg félagsins sem mestan og bestan. Mér er til efs að þetta geti verið gert mikið betur. 

Það er sannkölluð fjölskylduskemmtun að koma á kappleik að Varmá.

Ég held einnig hreinlega, að Varmá sé að verða einn glæsilegasti knattspyrnuvöllur landsins, umlukinn gróðri og fellum og fjöllum í baksýn.

Ég skora á alla Mosfellinga að vera duglega að mæta á völlinn í sumar og styðja við bakið á knattspyrnufólkinu okkar í kvenna og karla knattspyrnunni.

 

Afturelding stelpurnar

Meistaraflokkur kvenna

Afturelding

Meistaraflokkur karla

 


Bloggfærslur 23. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband