Frá stríðsárunum í Mosfellssveit

Mamma gaf mér á dögunum gamlar myndir sem teknar voru á stríðsárunum við Brúarland, æskuheimili hennar.

Mamma Brúó

Brúarland á stríðsárunum, fremst á myndinni má sjá tvo varðmannakofa. Í þeim var vakt allan sólarhringi. Til að komast inn í kampinn þurftu allir að staldra þar við. Mamma og hennar fjölskylda gat samt gengið þar um óhindrað, enda, eins og gefur að skilja, þekktu hermennirnir þau öll. Húsið lengst til vinstri var offisérabústaður, hét síðar Litlaland. Húsið þar fyrir aftan keypti afi Lárus og var Tröllagil m.a. byggt úr efni þess. Byggingin (kofinn) hægra megin við Brúarland var hesthús og fjós.

mamma 10

Mamma á pallinum við Brúarland í vetrargallanum sínum, í bakgrunninum má sjá hermannaskála. Myndina tók Magnús Lár, bróðir mömmu.

Mamma og Ragnar

Mamma og Ragnar Lár bróðir hennar á samt breskum hermanni sem þau kölluðu alltaf afa. Í bakgrunninum má sjá Kistufell.


Bloggfærslur 16. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband