Úrslit ljós

Í dag voru kunngerð úrslit í hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðs ævintýragarðs í Mosfellsbæ. Þátttakan var vonum framar, alls bárust 16 bráðskemmtilegar tillögur.

Upphaf þessa alls er, að bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað í tilefni af tuttugu ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar í ágúst árið 2007 að ráðist yrði í hönnun ævintýragarðs í landi Ullarness og meðfram Varmá. Landsvæðið er einstaklega skemmtilegt og býður upp á fjölda möguleika eins og sjá má m.a. í þeim tillögum sem bárust.

Ævintýragarður

Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt hluta dómnefndar og bæjarfulltrúum.

 

Eftirfarandi texti er af heimasíðu Mosfellsbæjar.

Tilkynnt hefur verið um úrslit í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum og eru tillögurnar nú til sýnis á Torgi í Kjarna.

Sýningin verður uppi fram til 3. júní og er húsið opið kl. 8-19 alla daga.

Alls bárust 16 tillögur. Auk þriggja tillagna sem voru verðlaunaðar var ákveðið að tvær til viðbótar verðskulduðu innkaup sökum áhugaverðra hugmynda sem þar komu fram.

1. verðlaun,  kr. 2.000.000. “Að spinna ævintýr”. Höfundar: Landmótun sf. og Sviðsmyndir ehf

2. verðlaun, kr. 1.200.000. “Mosinn, villigarður í túninu heima”. Höfundar:Helga Guðrún Johnson, fréttamaður og villimey, Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og villimey, Helgi Geirharðsson, verkfræðingur og villimaður, Gunnlaugur Ó. Johnson, arkitekt og villimaður.

3. verðlaun, kr. 800.000. “Í túninu heima”. Höfundar: Hornsteinar arkitektar ehf.Innkaup – kr. 300.000 – “Ævintýragarðurinn í Mosfellsbæ”. Höfundar: Arkitektur.is, Michael Blikdal Erichsen arkitekt og Carlton Hlynur Keyser arkitekt.Innkaup – kr. 100.000 – “Vættagarður, sjálfbær skemmtigarður”. Höfundur: Arnhildur Pálmadóttir.

 


Bloggfærslur 13. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband