mið. 29.4.2009
Fuglaskoðunarhúsið í Mosó opnað
Í dag, var okkar glæsilega fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ opnað. Jóhann Óli Hilmarsson fuglarfræðingur hélt tölu við tækifærið og sagði m.a. húsið vera eitt það glæsilegasta á landinu og stæði á einstökum stað.
Húsið stendur við Leiruvoginn, en þar er fuglalíf með því fjölbreytilegra sem gerist á landinu.
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, Tómas Guðberg Gíslason, sem hefur haft, ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar, veg og vanda að framkvæmdinni sagði við tækifærið, að þegar væru erlendir fuglaáhugamenn farnir að sýna húsinu og staðnum áhuga. Nýlega hefði hann rekist á hóp erlendra fuglaskoðara við húsið, sem hefðu bæði lýst ánægju sinni með það og staðsetningu þess.
Herdís Sigurjónsdóttir, vinkona mín og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar sendi mér þessar myndir rétt í þessu og kann ég henni þakkir fyrir það.
Húsið opnað og vígt. Stefán Ómar Jónsson bæjarritari alsæll með nýja húsið ásamt K. Tomm. Myndina tók Guðjón Jensson, formaður Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar.
Jóhann Óli mundar kíkinn.
Kalli Tomm og Herdís, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar í húsinu góða.
Ólafur, Elísabet, formaður umhverfisnefndar, Tómas, umhverfisstjóri og Guðjón Jensson, formaður Umhverfis - og náttúrfræðifélags Mosfellsbæjar.
Bloggar | Breytt 30.4.2009 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mið. 29.4.2009
Bland í poka
Stúlkan okkar, hún Birna var að koma af vorhátíð í skólanum sínum, Varmárskóla. Hún ásamt nokkrum nemendum las texta úr sögunni Sálinni hans Jóns mín. Öll stóðu börnin sig með stakri prýði og var hátíðin mjög skemmtileg.
Að lokinni hátíðinni var ferðinni heitið í Krónuna og fékk Birna m.a. að velja sér smá bland í poka í tilefni dagsins.
Þegar komið var að kassanum var pokanum skellt á vigtina og hljóðaði reikningurinn upp á 562 krónur. Eitthvað vafðist þessi upphæð fyrir móðurinni og bað hún afgreiðslumannin að vigta aftur. Hann gerði það og út kom sama upphæð. Hann sagði í kjölfarið vera löngu hættur að kaupa sér bland í poka, það hefði hækkað svo mikið. Fyrr má nú rota en dauðrota.
Nú fer maður aftur að búa til heimagerðar karamellur eins og maður gerði í gamla daga.
Uppskriftin er svohljóðandi: 2 - 6 kg sykur (eftir smekk), 2 matskeiðar kakó, 1 l mjólk og pínu salt og málið dautt.
Muna að bursta tennurnar vel að loknu átinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)