Góður og skemmtilegur dagur

Afturelding á afmæli í dag, 100 ára afmæli í dag.

Dagurinn hófst í morgun á hátíðarfundi aðalstjórnar Aftureldingar í sal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hápunkturinn á fundinum var þegar formaður félagsins, Jón Pálsson, opnaði bréf og las, sem stjórn Aftureldingar hafði skrifað fyrir 50 árum og bað um að yrði ekki opnað fyrr en nú á 100 ára afmæli félagsins.

Mikið var gaman að sjá þetta bréf gömlu stjórnarinnar og undirskriftir þáverandi stjórnarmanna. Það fór greinilega um nærstadda ættingja þeirra sem höfðu skrifað undir bréfið, þegar þeir heyrðu það lesið og sáu, þar á meðal mig en pabbi var í stjórn og gjaldkeri Aftureldingar þegar þetta gamla bréf var skrifað.

Að loknum hátíðarfundi stormaði allur hópurinn að Lágafelli, þar sem afhjúpaður var minnisvarði á þeim stað sem félagið var stofnað.

Minnisvarði

Myndin er tekin eftir að ég og Jón Pálsson, formaður Aftureldingar afhjúpuðum minnisvarðann.

Opnun kosningaskrifstofu Vg í Mósó

Í dag opnuðum við nýja kosningaskrifstofu okkar Vinstri grænna í Mosó. Mikill fjöldi fólks heimsótti okkur og var greinilega mikil og góð stemmning í öllum.

Nánar um það á vgmos.is

Lína, Birna og Guðfríður Lilja

Guðfríður Lilja, Birna og Lína

K. Tomm og Guðfríður

K. Tomm og Guðfríður Lilja

 


Bloggfærslur 11. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband