Hér heyrið þið frumflutning á nýju lagi sannkallaðra meistara

Ég fékk sérlega skemmtilegt og frumlegt símtal í dag, þar sem þess var farið á leit við mig hvort ég væri tilbúinn til þess að frumflytja nýtt lag á bloggsíðu minni.

Það er mér sannarlega ánægja og heyður að fá tækifæri til þess og hér getið þið kæru bloggvinir og aðrir gestir heyrt í gömlu félögum mínum og vinum úr tónlistinni til margra ára. 

Kæru vinir, Biggi, Sigurgeir, jói og Ingó. Gangi ykkur allt í haginn og mikið vona ég að ævintýrið sem við áttum saman fyrir tíu árum við fluttning þessara meistaraverka CCR um land allt eigi eftir að endurtaka sig hjá ykkur. Þetta er frábærlega vel gert hjá ykkur eins og við var að búast.

Kalli Tomm.

Eftirfarandi texti fylgdi sendingunni frá köppunum.

CCREYKJAVÍK eru:

Birgir Haraldsson: Söngur

Ingólfur Sigurðsson: Trommur,  slagverk og milliraddir

Jóhann Ásmundsson: Bassi, hljómborð og forritun

Sigurgeir Sigmundsson: Kassa-, raf-, kjöltu- og pedal stál gítar

Aðrir hljóðfæraleikarar

Þórir Úlfarsson: píanó í “Rockn all over the world”  og orgel í “I put a spell on you”

Eiríkur Hauksson söngur í “It came out from the sky” og “Rockin all over the world”

Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH, gítarvinnustofunni í Löngubrekku, hljóðveri Jóhanns Ásmundssonar í Laugarnesi og í Furunni hljóðveri Þóris Úlfarssonar á tímabilinu maí 2008 til mars 2009.

Upptökum stjórnaði Jóhann Ásmundsson
Aðstoðarmaður í hljóðveri:  Ásmundur Jóhannsson
Útsetningar samvinnuverkefni  CCREYKJVÍK
Hljóðblöndun gerði Jóhann Ásmundsson í hljóðveri sínu í Laugarnesi
Hönnun: Nikulás Róbersson
Prentun: Ljósrit og prent
Framleiðsla:  Ljósrit og Prent.
Ljósmynd á framlið og bakhlið tók Ríkarður Bergstað Jónasson 1967
Ljósmynd af CCREYKJVÍK: Finnbogi Marinósson

1967

forsíða ccr copy

Það var í september 1999 að þeir félagarnir Birgir Haraldsson og Karl Tómasson sem höfðu unnið saman um árabil í hljómsveitinni ”Gildran” og ”66” fengu þá hugmynd að flytja tónlist John Fogerty og Creedence Clearwater Revival.  Bjuggust menn við því að aðeins yrði um eitt kv öld að ræða,  en þær væntingar brugðust algerlega.

Sér til liðs fengu þeir gamlan félaga úr ”Gildrunni” gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson og fljótlega bættist Jóhann Ásmundsson bassaleikari úr Mezzoforte í hópinn og til varð hljómsveitin  Gildrumezz. Fljótt varð mikil eftirspurn eftir hljómsveitinni sem minnkaði ekki þegar að platan “Rockn´n roll” kom út árið 2000 sem innihélt eingöngu lög eftir John Fogerty.

Heimastöð  ”Gildrumezz”  var veitingastaðurinn “Álafoss föt bezt” í Mosfellsbæ sem Karl Tómasson trymbill   átti og rak. Lék hljómsveitin þar samfellt fyrir fullu húsi á veitngastaðnum um 80 kvöld á ári 1999-2002 auk þess að fylla flesta veitingastaði landsins og það eingöngu með lögum frá John Fogerty og CCR.  Þegar að trommarinn og driffjöðurinn Karl Tómasson hóf þátttöku  í bæjarmálapólitík í Mosfellsbæ lagði hljómsveitin upp laupana eftir annars farsælan feril og ca 300 uppákomur.

Nú 10 árum seinna hafa Birgir, Jóhann og Sigurgeir komið á ný saman með  ”Greifanum” Ingólfi Sigurðssyni við trommurnar og mynda hljómsveitina “CCREYKJAVÍK” sem eingöngu leikur lög eftir John  Fogerty og lög sem hann gerði gert vinsæl með félögum sínum í CCR.  Ingólfur kom í stað Karls Tómassonar sem nú hefur yfirgefið trommusettið til þess að stýra bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Diskurinn ”1967” ber nafn eftir stofnári  hljómsveitarinnar ”Creedence Clearwater Reviwal” sem var stofnuð formlega árið 1967 eftir nokkrar fæðingarhríðir og nafnabreytingar.

Það eru forréttindi að mega spila, útsetja og taka upp lög snillinga eins og John  Fogerty. Því líkur efniviður !!!  Það er ekki ætlun okkar að lögin hljómi eins og hjá meistaranum og vonum að það sem við höfum sett í lögin að þessu sinni geri þau ekki verri. 

Rauði þráðurinn í gegnum þessa plötu sem þú hefur nú undir höndum er að leyfa spilagleðinni að njóta sín. Við vonum að hún hafi skilað sér á plast.  Þá hefur ætlunarverkið tekist.

Reykjavík apríl 2009

CCREYKJAVÍK. Biggi, Sigurgeir, Jói og Ingó.

   XX xx x


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 31. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband