Samstarf í 30 ár

Biggi og Kalli

Á þessu ári, eru liðin 30 ár frá því að við Biggi og Þórhallur hófum samstarf. Fyrsta hljómsveitin okkar hét, Sextett Bigga Haralds og þá kom Pass og þar á eftir Gildran. Síðar stofnuðum við Biggi Dúett, sem við kölluðum, Sextíuogsex.

Í vikunni sem nú er að líða var ég ásamt Bigga og Þóri Kristinssyni, textahöfundi Gildrunnar til margra ára, að leggja lokahönd á fyrstu sólóplötu Bigga. Sólóplötu sem hann og Þórir hafa nú á annað ár verið að vinna að. Platan er einstaklega hlý og falleg.

null

Gildran. Biggi, Þórhallur, Kalli og Sigurgeir.

Huldumenn framan 100dpi

Hugarfóstur

Draumur okkar Gildrufélaga er að koma saman í tilefni af 30 ára afmælinu og jafnvel endurútgefa okkar fyrstu tvær plötur saman á tvöfaldan cd. Fyrsta plata okkar, Huldumenn, var einungis gefin út á vínil. Hugarfóstur var einnig gefin út á cd. Plöturnar eru báðar ófáanlegar.

Árið 2009, verður Bigga og Gildrunnar.

Birgir Haraldsson er einn magnaðasti rokksöngvari okkar Íslendinga fyrr og síðar, hann er einnig, einn mesti ljúflingur sem ég hef nokkru sinni kynnst.

 


Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband