Farfuglarnir

Lundar

Ég heyrði skemmtilegt viðtal við fuglafræðinginn, Jóhann Óla, á rás 1 í morgun. Hann sagði m.a annars í viðtalinu, hafa heyrt af því að sést hafi til Lóu á Álftarnesi 28. febrúar s.l. sem væri, um mánuði fyrr en vanalegt teldist. Hann sagði að hugsanlega væri þar um vetursetu fugl að ræða.

Mesta athygli mína í viðtalinu vakti umræða hans um þær tugþúsundir manna sem væru farnir að heimsækja Ísland á ári hverju til þess eins að skoða fugla og mynda þá. Jóhann Óli sagði góð fuglaskoðunarhús vera mesta aðdráttarafl fyrir fuglaskoðara, því þá kæmust þeir mun nær fuglunum en vanalega, bæði til að skoða þá og mynda.

Hér á landi hefur aðeins verið komið upp örfáum fuglaskoðunarhúsum og er til að mynda ekkert slíkt við Mývatn sem er einstakt svæði á heimsvísu hvað varðar fuglalíf.

Við Mosfellingar reystum í haust fuglaskoðunarhús við Leiruvoginn sem er einnig einstakur hvað varðar líflegt fuglalíf og verður spennandi að nýta sér það og sjá þar blómlegt fuglalífið í eins mikilli nálægð og kostur er á.

Ljósmyndina hér að ofan tók Jóhann Óli. Myndina sáum við hjónin á sýningu hans fyrir nokkrum árum og kolféllum fyrir. 


Allt getur verið brothætt


Fyrir Óla tengdó


Fyrir Ragnar


Bloggfærslur 18. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband