Svo furðulegt sem það kann að vera

Þrátt fyrir að Gildran og Mezzoforte eigi fátt sameiginlegt, þá hafa, einhverahluta vegna, leiðir hljómsveitanna oft leigið saman. Ég og Gulli Briem, sóttum báðir á sama tíma einkatíma í slagverksleik hjá Reyni Sigurðssyni. Ég sótti í framhaldi af því einkatíma hjá Gulla Briem til að læra á trommusett.

Jóhann Ásmundsson hljóðritaði eina af vinsælustu hljómplötum Gildrunnar sem kom út fyrir 17 árum, hún bar einfaldlega nafnið Út. Á þeirri hljómplötu komu allir meðlimir Mezzoforte við sögu.

Síðar stofnsettum við félagarnir í Gildrunni ásamt Jóa Ásmunds hljómsveit sem við kölluðum Gildrumezz. Hún naut mikilla vinsælda.

Nú í vikunni höfum við félagar enn ruglað saman reytum okkar og sett saman skemmtilegt prógram sem við ætlum að flytja á 10 ára afmælishátíð Vinstri grænna nú um helgina.

Mikið óskaplega er alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst

GilMezz 1

Gulli Briem og Sigurgeir á æfingunni í dag.

GilMezz 3

Jói Ásmunds.

GilMezz 2

Kalli Tomm og Jói Ásmunds.

GilMezz 4

Biggi Haralds.

Gil Mezz 5

Gömlu félagarnir, Kalli Tomm og Gulli Briem.

GilMezz

Á æfingunni í dag.

 


Munnharpan, fallegt og skemmtilegt hljóðfæri


Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband