Styrktarkvöld

Ég var beðinn um að koma þessu á framfæri hér á síðunni minni og geri ég það með glöðu geði.

Mosfellingur og Áslákur efna til styrktarkvölds föstudaginn 27. febrúar þegar nýr og breyttu Áslákur verður opnaður. Safnað er fyrir Rebekku Allwood sem var í viðtali í Mosfellingi fyrir nokkru. Hún lenti í hræðilegu slysi á Vesturlandsvegi fyrir sex árum. Rebekka er í dag fjölfötluð með ósjálfráðar hreyfingar og verður það líklega ævistarf hennar að vinna úr afleiðingum þessa slyss. Safnað er fyrir æfingahjóli, sem kostar um 800.000 kr., fyrir áframhaldandi endurhæfingu Rebekku.

Allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína og söfnunarbaukar verða á staðnum. Allur ágóði af veitingum á bar fer í styrktarsjóðinn auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum.

Frábær tónlistardagskrá sem hefst kl. 20 og stendur fram á nótt. Kynnir er Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.

Meðal flytjenda eru: Karlakór Kjalnesinga, Diddú, Jónas Þórir, Dúettinn Hljómur, Reynir Sig, Hreindís Ylva o.fl.

Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar verður á staðnum og ýmsir kunnulegir Mosfellingar afgreiða á barnum.

Styrktarkvöld


Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband