sun. 1.2.2009
Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu
Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu, sagði kvenskörungurinn og dugnaðarforkurinn, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í dag. Ég trúi því og vona að svo verði. Nú fer ryksugan á fullan snúning og í framhaldi hefst uppbygging.
Tími nýfrjálshyggju og peningaþvættis er liðin.
Þinn tími kom Jóhanna og til hamingju með það. Gangi þér og þínu fólki vel.
Ryksugan á fullu
Ryksugan á fullu étur alla drullu,
lalalala, lalalala, lalalala.
Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Pússa burtu rykið með kúst á gömlu priki.
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Og pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, púla
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
Og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Ólafur Haukur Símonarson.
Eniga meniga
Eniga - meniga
allir rövla um peninga
Súkkadí - púkkadí
kaupa meira fínerí
kaupæði - málæði
er þetta ekki brjálæði
Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka
Eniga - meniga
ég á enga peninga
súkkadí - púkkadí
en ég get sungið fyrir því
sönglandi raulandi
með garnirnar gaulandi
Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka
Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 1.2.2009
Birna hestastelpa
Birna var svo heppin í gær, að góð hestakona bauð henni að fara á hestbak og við tókum einn hring. Hesturinn sem við fengum að láni heitir Vinur, hann er 30 vetra gamall. Konan sem lánaði okkur Vin fékk hann í fermingargjöf.
Í dag var Birna einnig heppin, því við hittum Martein Magnússon og hann lánaði Birnu Stjörnu, gamla og fallega meri og við fórum einnig í reiðtúr á henni.
Þetta er búin að vera viðburðarík og skemmtileg helgi. Birna er búin að vera mjög upptekin af elskulegheitum konunnar sem lánaði okkur hestinn sinn í gær og reiðtúrnum á gamla fallega hestinum hennar og eins reiðtúrnum á Stjörnu Marteins í dag.
Birna fékk að fara á hestbak á þessum gamla 30 vetra hesti sem heitir Vinur í gær. Í dag fékk hún að fara á hestbak á Stjörnu gömlu en myndavélin var bókstaflega frosin og því tókst ekki að ná mynd í það skiptið.
Takk fyrir okkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)