Minning

Á þessu ári, 2009, missti ég foreldra mína og mitt eina systkini.

Sá missir er þyngri en nokkur orð fá lýst. Eftir stendur minningin um þær bestu manneskjur sem ég hef þekkt.

Óli tengdó

Faðir minn var allra manna hugljúfi, svo hreinn og beinn, laus við alla tilgerð og öllum kær. Hann var lítillátur og kunni sannarlega að njóta sín án þess að berast á.

Tengdó

Móðir mín, var einstaklega elskuleg og hressileg kona sem fangaði hjörtu allra þeirra sem á vegi hennar urðu. Hjálpsemi var henni í blóð borin. Hún kunni að njóta lífsins og gleðjast með sínum nánustu alla tíð.

Ragnar 1+

Bróðir minn var falleg og viðkvæm sál sem flökti um í vindkviðu lífsins en vildi einungis það besta, öllum sem á vegi hans urðu. Hann hafði ákveðnar og skírar skoðanir á þjóðmálum og fékk fólk ávallt til skoðanaskipta um lífið og tilveruna.

Þegar þessi örfáu minningarorð eru skrifuð, vil ég senda öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna missis ættingja og vina mínar bestu kveðjur, um leið og ég veit að sálir okkar látnu ættingja dvelja í ljósinu.

Söknuðurinn er alltaf sár og við eigum að láta það eftir okkur að syrgja, að gráta, að gremjast endalaust þar til birta fer á ný í sálum okkar.

Minningin um elskulega ættingja mun að eilífu ylja okkur.

Ég vil að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa sent mér og fjölskyldu minni einstaklega fallegar og hlýjar kveðjur.

Bestu kveðjur Líney Ólafsdóttir.

Gleðilegt ár.


Bloggfærslur 31. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband