Gildran kemur saman á ný

Nú höfum við félagarnir í Gildrunni ákveðið að koma saman á ný og að sjálfsögðu verða tónleikarnir í okkar heimabyggð. Tilefnið er 30 ára samstarf okkar félaga.

Tónleikarnir okkar verða í mars og haldnir í Hlégarði og þar munum við fara yfir allan okkar tónlistarferil.

Árið 1979 hófst samstarf okkar félaganna og var ætlunin sú hjá okkur að fagna þessum 30 árum á þessu ári. Það fórst fyrir vegna óviðráðanlegra orsaka og því verður slagurinn tekinn á nýju ári.

Um þetta mun ég fjalla nánar hér á síðunni minni þegar nær dregur.

gildran_i_10_ar++

Hér fyrir neðan má heyra eitt gamalt og gott með Gildrunni.

 

 


Bloggfærslur 30. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband