Er þetta meistaraverk eða tómt bull?

Það er oft skondið að lesa dóma um eitt og  annað.

Nýjasta plata Bob Dylan er eitt skemmtilegt dæmi um það nú um stundir. Hún er talandi dæmi um það þegar gagnrýnendur vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Sumir þeirra gefa henni fimm stjörnur og aðrir hauskúpu. Hauskúpugjafarnir fíla sig væntanlega sem mjög frakka menn að taka svo fast á meistaranum og fimmstjörnu mennirnir fíla sig væntanlega nokkuð örugga að hafa svo mikið vit eins og meistarinn á því sem gott skal kallast.

Hamborgarhryggurinn hjá okkur á aðfangadag fékk fimm stjörnur frá öllum og hver einasti maður sem sat við borðið það kvöld, sagði það sem honum virkilega fannst án þess að hafa hugmynd um það hvort Hamborgarhryggurinn væri frá Nóatúni ,KEA eða hverjum sem er. 

 

 


Bloggfærslur 27. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband