Raunarsaga 7:15

Árið 1991 gerði Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur, sem Mummi í Mótorsmiðjunni kvikmyndina Raunarsaga 7:15, með Rósu Ingólfs, í aðalhlutverki.

Mummi kom á fund okkar félaganna í Gildrunni og bað okkur um að útsetja og flytja titillag myndarinnar, hið gamalkunna og fallega lag, Vorkvöld í Reykjavík. Það gerðum við og höfðum gaman af, bæði að fást við lagið, leika í myndinni og vinna með Mumma, sem er gamall Mosfellingur. Lagið naut mikilla vinsælda hjá okkur og hefur í raun alla tíð síðan, verið eitt af okkar vörumerkjum. Vorkvöldið, var lag sem við vorum beðnir um að spila margsinnis í hvert einasta skipti sem við komum fram.

Það er gaman að segja frá því, að á þessum tíma var þáttur á Rás 2, sem hét, Þjóðarsálin, þar sem fólki gafst kostur á að hringja inn og ræða um lífið og tilveruna. Það var nánast undantekningalaust hringt inn í þáttinn á hverjum degi til að kvarta yfir afbökun hljómsveitarinnar á laginu um leið og það kom út á sínum tíma og fór að heyrast í útvarpi.

 


Á tali fyrir tuttugu og einu ári síðan

Það var var gaman að koma í þáttinn hans Hemma Gunn á sínum tíma. Annan eins viðbúnað og tilstand vegna eins sjónvarpsþáttar var fróðlegt að sjá. Hemmi Gunn, alltaf jafn þægilegur og skemmtilegur, allra manna hugljúfi.

 

 


Bloggfærslur 21. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband