Tvísýnt um oddvitasætið hjá Samfylkingunni í Mosfellsbæ

Nú eru flokkarnir hver af öðrum farnir að undirbúa næstkomandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Nú þegar hafa þrír frambjóðendur gefið kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Í nýjasta tbl Mosfellings mátti sjá yfirlýsingu frá tveimur þeirra.

Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson, núverandi oddviti og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ s.l sextán ár gefur kost á sér að nýju. Nú þegar hafa tveir menn ákveðið að gefa kost á sér í sæti hans.

Valdimar Leó 

Valdimar Leó Friðriksson, gefur nú kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Hann sat um tíma fyrir Samfylkinguna á alþingi en gerðist síðar þingmaður Frjálslyndra. Hann sagði síðar af sér sem þingmaður Frjálslyndra og gerðist þingmaður utan flokka. Nú gefur hann kost á sér sem leiðtogi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

GBO frambjóðandi

Gunnlaugur B. Ólafsson var um tíma formaður Varmársamtakanna, hinna óháðu og ópólitísku umhverfissamtaka sem um tíma létu nokkuð að sér kveða í Mosfellsbæ.


Hann er svakalegur


Bloggfærslur 20. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband