þri. 15.12.2009
Gítarsnillingar spjalla
Hér fyrir neðan má sjá nýlegt og fróðlegt viðtal sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, tók við Sigurgeir, Sigmundsson, gítarleikara.
Viðtalið er í fjórum köflum og ég set hér inn þann fyrsta. Eftir áhorf á hann koma svo kaflarnir einn af öðrum.
Það hafa verið mikil forréttindi, að fá tækifæri til að spila um árabil með jafn mögnuðum gítarleikara og Sigurgeiri en hann gekk til liðs við Gildruna árið 1989. Sigurgeir er ekki einungis sérstaklega melódískur gítarleikari, heldur einnig tæknilega magnaður.
Í viðtalinu er gamli Fender stratinn hans mikið til umræðu. Ég birti fyrir nokkru síðan hér á síðunni minni gamla upptöku með Gildrunni og þar má einmitt sjá kappann nota umrætt hljóðfæri.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta. Viðtalið segir allt sem segja þarf.
Jú!!! Eitt enn, hlustið endilega á Fiðring, gamalt og gott lag með Gildrunni sem er í spilaranum mínum hér á síðunni. Þar fer Geiri oft sem áður á kostum í lagi sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 15.12.2009
Útsvarið er í hámarki
![]() |
Óbreytt útsvar í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)