Stóru málin í Mosfellsbæ á árinu 2009

Á morgun, þriðjudag, verður jólablað okkar Vinstri grænna borið í hús í Mosfellsbænum. Í blaðinu er m.a. farið yfir það sem framkvæmt var á brátt liðnu ári.

Munið vgmos.is

 

Stóru málin á árinu 2009

* Bygging glæsilegs Krikaskóla

* Framhaldsskóli hóf störf í Mosfellsbæ 

* Undirritun viljayfirlýsingar um byggingu sjúkrahúss og hótels

* Nýtt og vandað miðbæjarskipulags kynnt 

* Ævintýragarðurinn og hugmyndir um hönnun hans kynntar 

* Nýtt hjúkrunarheimili í burðarliðnum 

* Verðlaunatillaga á byggingu nýrrar kirkju og menningarhúss kynnt 

* Ný reiðhöll tekin í notkun

Hugum að tækifærunum

Jól­in og ára­mót­in nálg­ast og þá er okk­ur tamt að líta yf­ir far­inn veg. Von­andi eig­um við flest marg­ar góð­ar minn­ing­ar um ár­ið sem senn hverf­ur í ald­anna skaut.

 

Bæj­ar­mál­in hafa geng­ið vel í Mos­fells­bæ, þrátt fyr­ir að hér, líkt og í öðr­um bæj­ar­fé­lög­um, hafi þurft að grípa til ráð­staf­ana í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Marg­ar af þeim ákvörð­un­um voru erf­ið­ar og í slíku ár­ferði skipt­ir öllu máli að for­gangsr­aða rétt og það hafa bæj­ar­yf­ir­völd kapp­kost­að að gera. Í nýrri fjár­hags­áætl­un hef­ur ver­ið reynt að standa vörð um skóla, fjöl­skyldu- og vel­ferð­ar­mál. Ég vil nota tæki­fær­ið og þakka emb­ætt­is­mönn­um og öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir þá miklu vinnu, sam­heldni og ein­hug sem hef­ur ríkt við gerð fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar. Það er ómet­an­legt fyr­ir bæj­ar­yf­ir­völd að vinna í slíku um­hverfi.

 

Á ár­inu 2009 eru nokk­ur verk­efni sem rísa hátt hjá okk­ur Mos­fell­ing­um. Mig lang­ar að nefna nýj­an og glæsi­leg­an Krika­skóla, sem er óð­um að taka á sig mynd. Fram­halds­skól­ann okk­ar lang­þráða sem tók til starfa í gamla Brú­ar­lands­hús­inu síð­ast­lið­ið haust. Ný­lega sam­þykkti mennta­mála­ráð­herra að fram færi sam­keppni um hönn­un skól­ans á nýj­um stað svo ljóst er að ríki­stjórn­in mun ekki fresta áform­um um bygg­ingu hans. Í haust var und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu sjúkra­húss og hót­els sem mun sér­hæfa sig í mjaðma- og hnjá­liða­að­gerð­um. Þar er um að ræða verk­efni og starf­semi af þeirri stærð­ar­gráðu að líkja má við grett­is­tak fyr­ir allt okk­ar sam­fé­lag. Nýtt og vand­að mið­bæj­ar­skipu­lag er nú í aug­lýs­inga­ferli. Þar hef­ur vand­lega ver­ið gætt að halda í græn svæði. Hug­mynda­sam­keppni Æv­in­týra­garðs­ins ligg­ur nú fyr­ir og þar komu marg­ar spenn­andi til­lög­ur fram. Æv­in­týra­garð­ur­inn er tal­andi dæmi um áhersl­ur bæj­ar­yf­ir­valda í um­hverf­is­mál­um en stærð hans, um­fang og stað­setn­ing mun hafa mikla sér­stöðu í bæj­ar­fé­lag­inu. Nú hyllir loks undir að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verði hrynt í framkvæmd en félagsmálaráðherra vinnur þessa dagana við framkvæmdaráætlun um  það og fjármögnun þess. Kynnt hef­ur ver­ið sú til­laga sem bar sig­ur úr být­um í hönn­un kirkju- og menn­ing­ar­húss og virð­ist al­menn ánægja ríkja um hana.

 

Hér hef ég stikl­að á okk­ar stærstu mál­um. Þau um­fangs­minni eru okk­ur einn­ig að sjálf­sögðu hug­leik­in en of langt mál að telja þau upp hér.

 

Íþrótta- og úti­vist­ar­að­staða Mos­fells­bæj­ar er tví­mæla­laust ein af okk­ar stærstu skraut­fjöðr­um og alla tíð hef­ur ríkt mik­ill ein­hug­ur hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um að slaka ekk­ert á í stuðn­ingi við upp­bygg­ingu henn­ar. Nýj­asta dæm­ið er ný og glæsi­leg reið­höll á Varm­ár­bökk­um sem tek­in var í notk­un í nóv­emb­er­mán­uði. Fé­lag­ar í Hesta­manna­fé­lag­inu Herði eiga mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir upp­bygg­ingu henn­ar en fjöldi sjálf­boða­liða lagði nótt við dag við að reisa hana.

 

Ekk­ert er dýr­mæt­ara í öllu íþrótta- og tóm­stunda­starfi en áhuga­samt fólk sem er til­bú­ið að leggja sitt af mörk­um til að efla það. Við Mos­fell­ing­ar meg­um vera þakk­lát­ir og stolt­ir af  því fjöl­marga góða fólki sem starf­ar á þeim vett­vangi. Stærsta íþróttafélag Mosfellsbæjar er Ungnennafélagið Afturelding og eins og flestir vita fagnaði félagið aldarafmæli sínu á árinu. Af því tilefni var m.a. hafist handa við ritun á sögu félagsins. Bókin sem kom út nú á dögunum er hátt í 400 bls og full af fróðleik um þetta merka íþróttafélag. Bókin sem er skrifuð af Bjarka Bjarnasyni og Magnúsi Guðmundssyni er ómissandi jólalesning á öllum heimilum bæjarins.

 

Nú fljótlega á nýju ári má búast við að hið pólitíska litróf  taki að mótast af væntanlegum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálaflokkarnir fara nú hver af öðrum að undirbúa þá baráttu sem í hönd fer.

    

Allt sam­starf á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar bygg­ir á gagn­kvæmu trausti og virð­ingu. Ef það er haft í heiðri tekst vel til, líkt og raun­in hef­ur ver­ið á þessu kjör­tíma­bili.

 

Við vinstri græn höf­um sann­ar­lega lagt okk­ar af mörk­um og mun­um ganga með ánægju til næstu bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga að loknu far­sælu kjör­tíma­bili sem við er­um stolt af.

 

 


Bloggfærslur 14. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband