Einkarekið sjúkrahús í Mosfellsbæ. Umhverfisstefna bæjarins réð úrslitum

Stöð 2 viðtal

Mikla athygli hefur vakið nú í miðri kreppunni og neikvæðu umræðunni allri hér á landi, frétt sem kom héðan úr Mosfellsbæ, þess efnis að náðst hefðu samningar um uppbyggingu einkarekins sjúkrahúss sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum.

Milljónir manna um heim allan bíða eftir slíkum aðgerðum.

 

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=aa000390-9f70-4159-89da-03d83d7370d8&mediaClipID=a789a450-e831-494f-9cb4-01b2cfee94a5

Hér er um að ræða starfsemi sem kallar á, allt að 600 - 1000 störf. Vart þarf að fjölyrða um hverslags innspýtingu slík starfsemi kemur til með að hafa á allt samfélag okkar Mosfellinga og einnig fyrir nágrannasveitarfélög.

Fram hefur komið hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins, að umhverfisstefna Mosfellsbæjar hafi ráðið úrslitum um val á bæjarfélagi. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í stefnumótun bæjarfélagsins og hafa umhverfismál vegið þar þungt. 

Við Vinstri græn, í meirihluta bæjarstjórnar höfum látið mikið til okkar taka á þeim vettvangi.

Sérstaklega vil ég hrósa bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni og öllu hans starfsfólki fyrir hreint óbilandi eljusemi og trú á okkar sveitarfélagi, sem á endanum varð til þess að við hnepptum hnossið. 

Í stað þess að skrifa meira um þetta hér, vil ég heldur benda á slóð Mosfellsbæjar þar sem hægt er að lesa nánar um þessa framkvæmd mos.is 

Bloggfærslur 4. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband