Hann hefur unnið hug og hjörtu okkar allra

Tryggur 1010+

Fyrir nokkrum vikum síðan, hringdi frændi minn og einn af mínum bestu vinum, Hallsteinn Magnússon, í mig, það gerir hann reyndar reglulega. Að þessu sinni snérist erindi hans um það, að góður vinur hans væri með 5 ára gamlan Íslenskan fjárhund sem vantaði gott heimili. 

Hallsteinn vissi að sjálfsögðu um hundadelluna mína og áhuga allra fjölskyldumeðlima á þeim yndislegu skeppnum og hafði því strax samband við mig og spurði mig að því hvort ég væri ekki til í það, að taka góðan Íslenskan fjárhundhund inn í fjölskylduna. Í stuttu máli sagt voru endalokin sú, að ég og Óli minn fórum í Hafnarfjörð að heimsækja Trygg og hann kom með okkur heim.

Tryggur er einn mesti snillingur sem við höfum kynnst. Auðvitað þurfti hann sinn tíma til að taka okkur í sátt og við til að átta okkur á honum og öllum hans töktum, sem eru svo gengdarlaust magnaðir.

Tryggur hefur unnið hug og hjörtu okkar allra í fjölskyldunni. Hann er snillingur, stundum höldum við að hann skilji hvert einasta orð sem við segjum.

Svona rétt í lokin og pínu mont. Tryggur er þrefaldur íslenskur meistari. Við vissum það ekki þegar við fengum hann, enda hefði það aldrei orðið neinn vendipunktur í því hjá okkur að taka hann til okkar.

Við fréttum það þegar við fengum ættbókina hans.

Finnst ykkur hann ekki fallegur?  


Bloggfærslur 25. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband