Meistarinn 80 ára

Guðmundur Steingríms

Þessa mynd tók ég af Guðmundi þegar hann tróð upp ásamt nokkrum félögum sínum, hér í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er ein af mínum uppáhals myndum, sem ég færði honum síðar að gjöf, uppstækkaða og innrammaða.

Einn allra magnaðasti og skemmtilegasti trommari landsins, Guðmundur Steingrímsson, fagnar þann 19. október, 80 ára afmæli sínu. Ég hef verið svo heppinn að hafa kynnst Guðmundi og spilað með honum, það var sérstaklega gaman og skemmtileg lífsreynsla.

Guðmundur er ekki einungis frábær hljóðfæraleikari, heldur einnig, einstaklega skemmtilegur og ljúfur maður. Hann hrífur alla með sér og hefur bókstaflega þannig áhrif á menn og meðspilara að allt fer á ið. Guðmundur hefur haft mikil áhrif á alla sína samferðamenn í tónlist, svo ekki sé talað um trommuleikara landsins.

Bestu afmæliskveðjur kæri Guðmundur.  


mbl.is Afmælistónleikar „Papa Jazz“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband