Hún er svakalega fín þessi

Veiðar 1010

Ég kíkti á uppskriftarsíðuna, vefuppskriftir.com í dag og fann þessa fínu fiskisúpu sem freystaði mín mikið.

Súpan var elduð á mínu heimili í kvöld og vakti mikla lukku.

Þessi súpa er nokkuð spes, get ég sagt ykkur kæru bloggvinir. Endilega látið slag standa og eldið hana við gott tækifæri.

Ilmurinn úr eldhúsinu er  kröftugur og góður á meðan eldamennskan stendur yfir og jafnvel nokkuð lengi vel á eftir. Það gerir að sjálfsögðu gráðaosturinn.

Fiskisúpa veiðimannsins


Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskisúpu veiðimannsins.

2 gulrætur
1 laukur
Blómkál eftir smekk
1/4 hvítkál
1/2 lítri vatn
1/2 lítri mysa
2-3 fiskiteningar
1 gráðaostur
1/2 lítri rjómi
300 grömm rækjur
300 grömm kræklingur
Silungur eða lax

Eldunaraðferð.

Grænmetið er skorið smátt og soðið með fiskiteningunum, vatni og mysu. Osturinn settur út í og þá rjóminn. Soðið vel og lengi. Silungur eða lax flakaður og roðhreinsaður og skorinn í fingurssvera strimla. Sett út í súpuna ásamt rækjum og kræklingi. Soðið við vægan hita í 7 mínútur. Súpuna má þykkja með því að hræra tvær eggjarauður saman við mjólk og hella varlega út í og hita að suðumarki (ekki sjóða).

Ég fékk þessa uppskrift af Fiskisúpu veiðimannsins hjá vefuppskriftum.com. Hún var send þangað inn, af Elínborgu Baldvinsdóttur.

 


Bloggfærslur 15. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband