Svakalegir Þursar

Þursar

Þeir fóru bókstaflega á kostum félagarnir í Þursaflokknum og allt tónlistarfólkið sem fram kom á tónleikunum sem sýndir voru í sjónvarpinu í gær. Vissulega var ekki við öðru að búast, vissulega, vissulega.

Ég var einn af þeim sem valdi frekar að horfa á eurovision eins og Tommi Tomm nefndi á tónleikunum. Ég er ekki frá því að það hafi verið klúður svona eftir á að hyggja. Væri ekki reynandi að fá þá félaga til að endurtaka leikinn? Ég gæti trúað að ég léti mig hafa það að missa af júró.

Þetta eru einir mögnuðustu tónleikar sem ég hef séð í sjónvarpinu.

 


Bloggfærslur 2. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband