Viðkvæmni

Hvenær er viðkvæmni slæm og hvenær er viðkvæmni góð? Ég held að viðkvæmni sé aðeins slæm þegar fólk sem gagnrýnir óþarfa viðkvæmni er orðið svo viðkvæmt fyrir sjálfu sér að það treystir sér ekki að koma fram á opinberum vettvangi og standa fyrir sínu máli eða skoðunum á mönnum og málefnum nema undir tilbúnum nöfnum og hefur eilíft skoðanir á viðkvæmni annarra.

Það er viðkvæmni, það er slæm viðkvæmni. 

Það er ekkert nema gott um það að segja þegar fólk er viðkvæmt, sama hvaða starfi það gegnir og er ófeimið að láta þær tilfinningar í ljós hvar og hvenær sem er. Það ber eingöngu vott um næmni og umhyggju fyrir umhverfi sínu og öllu því sem því tilheyrir, manneskjum, gróðri og dýrum. 

"Lífið er fagurt, dularfullt og undur viðkvæmt.

En öll fegurð er sársaukafull,

hún dregur úr manni lífskraftinn,

hæðir og gagntekur í senn". 

Mikines  


Bloggfærslur 24. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband