Flott sýning hjá Þóru að venju

Við hjónin, amma Millý og Birna vorum að koma frá Hvirfli, þar sem Þóra Sigurþórsdóttir, leirlistarkona, var með sína árlegu desembersýningu. Að venju far fjöldi fólks og heilmikil stemning. Það er alltaf jafn gaman að koma á Hvirfil.

Sýningin stendur yfir til 23. desember og er opið alla daga frá kl. 14-18.

Í vikunni, var sýnt í þættinum, Innlit útlit, á Skjá einum afar skemmtilegt viðtal við Þóru, það er hægt að sjá á netinu..

Þóra sýning 7

Þóra sýning 1

Þóra sýning 2

Þóra sýning 3

Þóra sýning 4

Þóra sýning 5

Þóra sýning 10

Þessi mynd er tekin á vinnustofu Þóru fyrir nokkrum árum. Gæsapabbi gægist á gluggann.

Þóra sýning 6

Þóra og Birna eru miklar vinkonur. Á myndinni hlýðir Þóra Birnu yfir í lestrinum.

Jónas Þórir og K. Tomm

Að venju spiluðum við Jónas Þórir saman við opnun sýningarinnar hjá Þóru. Dúettinn okkar kallast Hvirfilbylur og kemur alltaf saman við þetta tækifæri.

 

Þóra sýning


Var þetta fræga jólalag samið í Mosó?

Ég set hér inn eina ársgamla færslu því brátt mun nú gamla Brúarlandshúsið fá að nýju sitt gamla hlutverk, að vera skólahús.

Á stríðsárunum voru fjölmargir hermenn, bandarískir og breskir með sínar bækistöðvar í Mosfellsbæ. Enn í dag má sjá merki þess t.d. á Ásunum við Þingvallaafleggjara en þar eru enn rústir af gömlu sjúkrahúsi. Margar sögur hafa verið skrifaðar af hjúkrunarkonu sem starfaði þar og talið er að sé þar en á sveimi.  

Á Brúarlandi hjá ömmu Kristínu og afa Lárusi var einnig fjöldi hermanna með sitt athvarf og hefur mamma sagt mér margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Þá var mamma lítil stelpa, hún er næst yngst í stórum systkinahópi. Brúarland er eitt fallegasta hús okkar Mosfellinga og frá þessu gamla skólahúsi eiga margir Mosfellingar fallegar og góðar minningar.

Nú ári eftir að ég skrifaði þessa færslu mína er þetta gamla fallega hús að fá sitt gamla hlutverk aftur. 

Nýlega sagði góður vinur minn mér skemmtilega sögu, hafða eftir föður sínum, að einn af þeim hermönnum sem hafi verið í Mosfellsbæ á þessum tíma hafi verið Lee Roy Anderson. Lee Anderson samdi skömmu síðar eitt frægasta og fallegasta jólalag allra tíma sem ég læt hér fylgja með í stórkostlegum flutningi Ellu Fitzgerald. Njótið vel.

Brúó Sigurður

Þessi mynd af gamla Brúarlandi er fengin frá Sigurði Hreiðari. Hann á stórt og mikið safn ljósmynda og er mikil fróðleiksnáma um gamla tíð í Mosfellssveit.

  


Bloggfærslur 6. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband